31.10.2024

Incentive Award for Outstanding Initiatives in the Field of Environmental Affairs and Innovation in the Field of Sustainability 2024

Foundry

Steypustöðin hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála og Krónan hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni. Til hamingju!


The incentive award is presented in conjunction with the publication of the list of Outstanding Companies 2024. A jury selected the Outstanding Companies from a list of companies that demonstrated a clear policy on social responsibility, sustainability, gender equality and employee rights. The award is presented by Creditinfo and Festa – the Center for Sustainability.

Af vef Creditinfo

„Verðlaunin hlýtur fyrirtækið fyrir Heillakörfuna, sérstaka lausn í Krónuappinu sem veitir notendum tækifæri til að safna stigum fyrir vörur sem eru bæði þeim sjálfum og umhverfinu til heilla. Markmið Heillakörfunnar er að stuðla að jákvæðum venjum í daglegum innkaupum og hjálpa notendum að taka meðvitaðri ákvarðanir. Stig eru veitt fyrir vörur í tíu vöruflokkum, sem eru valdir út frá heildrænni nálgun á umhverfisvernd, lýðheilsu, endurnýtingu, umbúðum og vottunum. Notendur geta sett sér mánaðarleg markmið, fylgst með árangri sínum og borið saman innkaup síðustu mánaða. Lausnin veitir yfirsýn yfir vörur sem stuðla að betri heilsu og sjálfbærari framtíð.“


Í dómnefnd sátu Þórólfur Nielsen, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun, Elín Jónsdóttir, deildarstjóri lagadeildar Háskólans í Bifröst, Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri sjálfbærni hjá Festu og Arent Orri Jónsson Claessen forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Krónan



From the Creditinfo website:


"The jury's review states that Steypustöðin has put a lot of effort into strengthening its sustainability journey and investing in environmentally friendly solutions, electrification and new measures to reduce carbon emissions."

Verðlaunin hlýtur fyrirtækið fyrir sérstakt framtak sitt við rafvæðingu bílaflota síns. Nú samanstendur rafmagnsfloti fyrirtækisins af 6 rafmagns steypubílum, 1 rafmagns dráttarbíl og 2 hybrid steypudælum, eða 9 tækjum í heildina og stefnan er sett á að 70% flotans verði knúinn á endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2032. Fyrirtækið hefur haldið utan um sparnað í CO2 sem og sparnað í dísilolíu frá tilkomu fyrstu rafmagnssteypubílana Árið 2023 sparaði Steypustöðin um 100,000 kg CO2 frá 3 maí 2023 þegar fyrsti rafmagns steypubíllinn var tekinn í notkun en það samsvarar um 32,000 lítrum í dísilsparnaði. Dísilsparnaður ársins 2024 er nú orðinn rúmir 56,000 lítrar“