Viljayfirlýsing

Fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar


Þann 25. september 2020 undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði „Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar“.


Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Landssamtök lífeyrissjóða (LL) og Forsætisráðuneytið unnu að mótun hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði

Þeir aðilar sem undirrita viljayfirlýsinguna eru: ríkisstjórn Íslands, bank­ar, sparisjóðir, inn­lána­stofn­an­ir, vá­trygg­inga­fé­lög, líf­eyr­is­sjóð­ir og fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir. 


Viljayfirlýsingin er einstakt samstillt framtak einkaaðila á fjármálamarkaði og stjórnvalda í alþjóðlegu samhengi. Með viljayfirlýsingunni er ljósi varpað á hvernig fjárfestingar, fjárveitingar og útlánastarfsemi er að þróast í átt að meiri sjálfbærni og samfélagsábyrgð og hvaða viðmið eru þar höfð að leiðarljósi.  Víðtæk áhrif COVID-19 undirstrika enn betur mikilvægi þess að hafa sjálfbærni til hliðsjónar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Hér fyrir neðan má nálgast viljayfirlýsinguna í fullri lengd ( á íslensku og ensku). Með því að ýta á efri gula hnappinn, má nálgast lista yfir undirritunaraðila og yfirlýsinguna í pdf formi.


Hvetjum áhugsasöm sem starfa á vettvangi fjárfestinga, útlánastarfsemi og/eða fjárveitingar til að kynna sér þátttöku.


Viljayfirlýsing - Fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar


Fjármagn er mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnu- og efnahagslífs og samfélagsins í heild. Rétt nýting þess ræður miklu um samkeppnishæfni þjóða og framtíð komandi kynslóða. Fjárfestar, fjármálafyrirtæki, stofnanir og ríkisstjórnir gegna því mikilvægu hlutverki í því að móta atvinnulíf og samfélög.

Við undirrituð teljum að sjálfbær þróun sé meðal undirstöðuatriða við fjárveitingar, fjárfestingar og útlánastarfsemi. Sjálfbær þróun byggist á jafnvægi umhverfis, samfélags og efnahags og með markvissum aðgerðum er hægt að nýta fjárveitingar, fjárfestingar og útlánastarfsemi til að viðhalda sjálfbærri þróun. Víðtæk áhrif COVID-19 undirstrika enn betur mikilvægi þess að hafa sjálfbærni sem mikilvægt leiðarljós í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Í ákvörðunum okkar tökum við tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísarsamkomulagsins um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2030. Eftir atvikum er einnig litið til ESG/UFS, meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), UN Global Compact ofl.

Við skuldbindum okkur ennfremur til að birta stefnu okkar um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar, fjárveitingar og útlánastarfsemi, og veita upplýsingar um leiðir okkar í þessum efnum.

 

*Framkvæmd yfirlýsingarinnar tekur eðli málsins samkvæmt mið að lagaheimildum, innri reglum og umboði viðkomandi fjárfesta.


Undirritað 25. september 2020

Viljayfirlýsingin - undirritanir Undirritun - takið þátt

Declaration of Intent - Investment for a Sustainable Recovery

Because finance is a major driver of employment generation, the economy and society in general, allocation of investment and capital determines to a large extent the competitiveness of countries and the future of coming generations. In this respect, investors, financialundertakings, institutions and governments play a vital role in shaping businesses and societies.


We, the signatories of this declaration, believe that sustainable development is one of the fundamental elements on which decisions about funding allocations, investments and lending should be based. Sustainable development maintains a balance between the needs of the environment, society and economy and through conscious, targeted actions, funding allocations, investments and lending can help ensure sustainable development.

The extensive consequences of COVID-19 further emphasise the importance of making sustainability a guiding principle in the reconstruction efforts ahead.


In our decisions we bear in mind Iceland‘s international commitments in this regard and targets adopted by the government. Among them is the goal of making Iceland carbon-neutral by 2040, the Paris Agreement’s target to reduce GHG emissions so that global temperature rise will not exceed 1,5 degrees and to achieve the Sustainable Development Goals (SDGs) by 2030.

Depending on the nature of the organisation, we follow the ESG criteria, UN Principles for Responsible Banking (UN PRB), UN Principles of Responsible Investments (UN PRI), UN Global Compact, etc.


We furthermore commit to publishing our policies on responsible and sustainable investments, funding allocations and lending and to disclose information about our actions in this regard.

*The implementation of this statement by investors will by definition take into account applicable law, internal rules and the investment mandate of each investor. Any application of this statement must, as a matter of course, take into account applicable law, internal rules and the investment mandate of each investor.


Released: 25 September 2020


Declaration of Intent - Signatures
Share by: