04.10.2023

Vegvísir gefinn út um líffræðilega fjölbreytni

Aðildarfélög Festu hittust á  Deiglufundi í dag þar sem við fengum einvala hóp sérfræðinga til að fjalla um líffræðilega fjölbreytni og hvernig hún snertir íslenskt atvinnulíf.

Á fundinum var kynntur nýr Vegvísir sem Festa hefur unnið að á síðustu mánuðum sem snýr að 
hlutverki atvinnulífsins þegar kemur að því að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Að þeirri vinnu kom stór og fjölbreyttur hópur sérfræðinga úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. 


Tilgangur Vegvísisins er að taka saman stutt yfirlit um líffræðilega fjölbreytni til þess að styðja íslenskt atvinnulíf í því að takast á við þetta mikilvæga verkefni, en sjálfbærniupplýsingagjöf er að þróast í þá átt að gerðar munu vera frekari kröfur að upplýsa um áhrif á líffræðilega fjölbreytni.

Framsögufólk fundarins voru Rannveig Anna Guicharnaud, liðsstjóri í sjálfbærniteymi Deloitte, Jón Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum, Tryggvi Stefánsson, tæknistjóri/CTO hjá Svarma og Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fundinum var stýrt af Rakel Sævarsdóttur sem situr í stjórn Festu og hefur stýrt þessari vinnu fyrir hönd félagsins.


Share by: