18.09.2023

Stórskemmtilegar umræður á Tengslafundi hjá Klöppum

Klappir buðu aðildarfélögum Festu á stórskemmtilegan og fróðlegan Tengslafund í morgun, 18. september.

Klappir fóru með okkur í gegnum sögu og tengsl umhverfismála og fyrirtækja, allt frá áttunda áratuginum, þegar fólk var að vakna og byrja að huga að umhverfisáskorunum. Við tók tímabil þar sem mjúkar skyldur voru settar á fyrirtæki, og því næst tímabilið í dag þar sem stór, meðalstól og lítil fyrirtæki standa frammi fyrir grjóthörðum kröfum. Svo lékum við okkur að því að spá og spegúlera í framtíðina, sem er ekkert lítið skemmtilegt með öllum sérfræðingunum frá aðildarfélögum Festu sem mættu í dag á fundinn.


Frábærar umræður áttu sér stað eins og vanalega.
Þetta var einn af þessum fundum sem var hreinlega erfitt að slíta vegna góðra umræðna í þágu sjálfbærari jarðar.

Tilgangur Klappa sprettur út frá brýnni þörf fyrir stafrænum lausnum á sviði umhverfismælinga og sjálfbærniáherslur fyrirtækisins byggja á þessum grunni. Stærsti áhrifaþáttur Klappa eru þau áhrif sem lausnir þeirra hafa á árangur viðskiptavina, en viðskiptavinir þeirra hafa náð 21% meðallækkun í losun í umfangi 1 og 2 og per tekjur frá 2018. Kjarni starfseminnar er að gera notendum kleift að vinna saman í að ná árangri sem fellur undir Heimsmarkmið 17: Samvinna um markmiðin.

Varðandi sjálfbærnimál innanhús þá leggja Klappir áherslu á heilbrigt vinnuumhverfi og starfsánægju, til dæmis með því að veita starfsfólki tækifæri til að taka þátt í mótun verkefna og launaðan frídag fyrir afmælisbörn - ekki slæmt það! Hlutföll karla og kvenna meðal starfsmanna og stjórnenda eru nákvæmlega jöfn. ⚖

Næsti hittingur aðildarfélaga Festu verður 4. október, en þá ætlum við að kafa ofan í líffræðilega fjölbreytni ásamt því að gefa út nýjan vegvísi í tengslum við það á rafrænum Deiglufundi. Sjá hér.

Næsti Tengslafundur verður svo hjá Bláa lóninu 11. október og hægt er að skrá sig á hann hér, en nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Share by: