Arn­ar Þór
Más­son

Meðstjórnandi

Stjórnarformaður Marel

Arnar er sjálfstæður ráðgjafi og stjórnarmaður með fjölbreytta reynslu af einkamarkaði og frá hinu opinbera og vinnur í dag m.a. að ráðgjöf við fjárfestingar í innviðum og endurnýjanlegri orku.


Arnar er stjórnarformaður Marel og stjórnarmaður í Símanum.


Arnar var framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia 2019-2020 og á árunum 2016-2019 sat hann fyrir Íslands hönd í stjórn European Bank for Reconstruction and Development (EBRD) í London. Bankinn starfar í Austur-Evrópu, Mið-Asíu og lönd­un­um kringum Miðjarðarhaf og aðstoðar við að koma á fót virkum einka­mark­aði með sérstökum áherslum á grænar fjárfestingar.


Arnar hefur einnig langa reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, fyrst í fjármálaráðuneytinu og síðar sem skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.


Arnar er með meistarapróf í stjórnmálafræði frá London School of Economic and Political Science (LSE) og var um tíma aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Share by: