25.01.2024 kl. 13:00

Janúarráðstefna Festu 2024

@ Harpa, Silfurberg

  • Dagskrá

    Fundarstjóri: Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu


    Dagskrá hefst kl. 13:00


    ➖ Tómas N. Möller, formaður Festu

    Ávarp formanns



    ➖ Gunnar Sveinn Magnússon, sjálfbærnistjóri hjá Deloitte

    Út fyrir þægindarammann – ný hugsun fyrir nýjar lausnir



    ➖ Sandrine Dixon-Decléve, forseti The Club of Rome



    👫 Tvegga manna tal #1. - 

    Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi og Andri Snær Magnason, rithöfundur


     Tveir aðilar úr ólíkum áttum hittast uppi á sviði og velta fyrir sér stóru spurningunum. Þátttakendur hafa áhugaverðan og fjölbreyttan bakgrunn og mismunandi sýn á lífið og tilveruna.



    ➖ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar



    👫 Tveggja manna tal #2  - 

    Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef og Guðmundur Steingrímsson, umhverfisfræðingur


    ➖ Andri Guðmundsson, stofnandi Vaxa



    👫 Tveggja manna tal #3  - 

    Guðný Nielsen, stofnandi SoGreen og Stefán Baxter, framkvæmdastjóri Snjallgagna


    🎤  Berglind Festival tekur viðtöl við ýmsa aðila um sjálfbærni       



    ☕️ Hlé ☕️


    ➖ Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team í viðtali hjá Unnsteini Manuel Stefánssyni, sjónvarps- og tónlistarmanni



    👫 Tveggja manna tal #4  - 

    Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni og Rakel Garðarsdóttir, fumkvöðull og framleiðandi


    ➖ Róbert Spanó, Meðeigandi Gibson, Dunn & Crutcher LLP og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu



    👫 Tveggja manna tal #5  -

    Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel


    ➖ Þórey Proppé, forstjóri og stofnandi Öldu



    ➖ Katie Hodgetts, stofnandi The Resilience Project



    ➖ Panelumræður með nokkrum fyrirlesurum ráðstefnunnar

    Sandrine Dixon-Decléve, Andri Þór Guðmundsson, Andri Guðmundsson, Þórey Proppé og Katie Hodgetts



    🎤 Berglind Festival. 

    Seinni hluti viðtala. Í þetta sinn kafar hún ofan í líffræðilega fjölbreytni



    ✨ Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu

    Lokaorð og samantekt fundarstjóra


    Dagskrá lýkur formlega rúmlega 16:00.


     🎉 Ekki fara strax - höfum gaman saman!  

    DJ Sigrún Skafta heldur uppi stuði


    Móttaka eftir ráðstefnu verður Hörpuhorni (glerrýmið á annari hæð í Hörpu).

Janúarráðstefna Festu er helsti viðburður Festu og stærsti árlegi sjálfbærniviðburður á Íslandi.

 

Yfirskriftin Við skrifum mannkynssöguna, vísar í þau tímamót sem við stöndum frammi fyrir og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í rekstri og nýsköpun þegar kemur að sjálfbærni. 

 

Aðalfyrirlesarar verða erlendir sem innlendir sjálfbærnileiðtogar sem við gætum ekki verið stoltari að hafa fengið með okkur til liðs. Þetta eru leiðtogar sem hafa lýst leiðina, sagt hlutina hreint út og tosað aðra með sér. Í ár verður í fyrsta lagi lagt áherslu á félagslega hluta sjálfbærninnar og draga fram tækifærin sem liggja í þeim áherslum og í öðru lagi á kjarkmikla leiðtoga í sjálfbærnivegferðinni, sem samfélagið þarf á að halda til að leiða okkur í gegnum þessar breytingar.

 

Það verður einnig nóg af stuði, skemmtun og húmor.


Síðustu ár hefur verið uppselt á Janúarráðstefnuna og því hvetjum ykkur til að tryggja ykkur miða sem fyrst. Athugið að sérkjör eru á miðaverði fyrir starfsfólk aðildarfélaga Festu og háskólanema.

Sandrine Dixson-Decleve,

forseti The Club of Rome

Halla Tómasdóttir
forstjóri B Team

Róbert Spanó
Meðeigandi Gibson, Dunn & Crutcher LLP. Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

Katie Hodgetts
stofnandi The Resilience Project

Andri Þór Guðmundsson

Forstjóri Ölgerðarinnar

Gunnar Sveinn Magnússon

Sjálfbærnistjóri og meðeigandi Deloitte

Þórey Proppé

Stofnandi Öldu

Andri Guðmundsson

Meðstofnandi VAXA

Tveggja manna tal

Tveggja manna tal, eða trúnó, er nýr dagskrárliður þar sem tveir einstaklingar úr ólíkum áttum hittast upp á sviði og svara stórum spurningum á stuttum tíma.

Sandrine Dixson-Declève er alþjóðlegur leiðtogi og hefur um árabil verið leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sjálfbærri þróun, sjálfbærum fjármálum og kerfisbreytingum.


Sandrine hefur komið víða að og haft áhrif um allan heim. Þá er hún höfundur fjölmargra rita og gaf nú nýverið út bókina Earth for All: A Survival Guide for Humanity í slagtogi við hóp vísindafólks. Heimsfrægi vísindamaðurinn Johan Rockström, sem talaði á Janúarráðstefnu Festu 2022, er einn meðhöfunda bókarinnar sem fæst nú í Bóksölu stúdenta. Í bókinni eru dregin þau áhersluatriði sem mannkynið þarf að einblína sér að til þess að þrífast og dafna; orka, fæða, ójöfnuður, fátækt og mannfjöldaþróun.


Sandrine hlaut nú á dögunum Aenne Burda Award-verðlaunin sem eru veitt á einni helstu nýsköpunarráðstefnu í Evrópu, DLD Conference. Verðlaunin eru veitt til kvenna með framsýnar hugmyndir og hafa sýnt skapandi forystu.


Sandrine situr í nokkrum alþjóðlegum ráðum á vettvangi Evrópusambandsins og hefur síðan 2018 setið sem forseti The Club of Rome og er hún ásamt Maphela Ramphela fyrst kvenna til að sinna því embætti. The Club of Rome er samfélag fjölbreyttra hugsunarleiðtoga sem bera kennsl á heildrænar lausnir á flóknum alþjóðlegum málum og stuðla að stefnumótun og aðgerðum til að gera mannkyninu kleift að takast á við sínar stærstu áskoranir.


Þá er Sandrine í hópi sérstakra sendiherra Wellbeing Economy Alliance (weall.org), þar sem Ísland er eitt af leiðandi þjóðum.


TED Countdown fyrirlestur

LinkedIn síða


Höllu Tómasar þarf vart að kynna, en það er óhætt að segja að Halla sé einn áhrifamesti Íslendingurinn á alþjóðavettvangi í dag. Halla er brautryðjandi leiðtogi sem á glæstan feril hér heima og á erlendis; fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, uppbygging Háskólans í Reykjavík, uppbyggingarverkefni eftir hrunið, verkefnin Auður í krafti kvenna og Auður Capital sett á fót, forsetaframboð, stjórnun í alþjóðlegum fyrirtækjum og margt, margt fleira.


Í dag er Halla forstjóri B Team sem er alþjóðlegur hópur leið­toga sem fara fyrir breytingum og betri áherslum í viðskiptum, með vel­ferð fólks og jarðarinnar í huga.


Halla gaf nýverið út bókina Hugrekki til að hafa áhrif. „Það býr leiðtogi innra með okkur öllum og eitt mikilvægasta verkefni lífsins er að gefa þessum leiðtoga rödd og áhrif,“ stendur í upphafi lýsingarinnar um bókina, en í henni deilir Halla reynslu úr lífi og starfi sem og sögum af fyrirtækjum og fólki sem hafa virkjað krafta sína til góðra verka og þannig náð bæði miklum árangri og fundið innri gleði.


Í tilefni Janúarráðstefnunnar mun Unnsteinn Manuel Stefánsson eiga innihaldsríkt og gefandi samtal við Höllu sem verður sýnt á ráðstefnunni.

Sjálfbærnireglugerðir í dag krefjast þess að fyrirtæki hugi enn frekar að félagslegum þætti sjálfbærninnar í sínum rekstri. Þessari jákvæðu þróun munum við gera góð skil í þema ráðstefnunnar í ár.

Síðustu misseri hefur Róbert Spanó sinnt ráðgjafarstörfum í tengslum við innleiðingu slíkra regluverka, en Róbert er leiðandi sérfræðingur þegar kemur að lögum um mannréttindi, þjóðarrétti og Evrópurétti.

Róbert er fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnframt sá yngsti í sögu dómstólsins til að gegna því embætti. Í dag er hann meðeigandi lögmannstofunnar Gibson, Dunn & Crutcher LLP.

Eftir margra ára baráttu í þágu loftslagsaðgerða sem leiddu aktívistann Katie Hodgetts til kulnunar, stofnaði hún ungmennaverkefnið „The Resilience Project“. Tilgangur þess er að styrkja geðheilbrigði ungra aðgerðarsinna sem mörg kljást við lamandi loftslagskvíða.

Verkefnið er áhrifamikið um heim allan og valdeflir ungt fólk til þess að standa keik í sinni baráttu fyrir sjálfbærari framtíð. The Resilience Project styður sjálfbærnileiðtoga framtíðarinnar við að byggja net tengingar og samkenndar andspænis ógnarstórum áskorunum.


Forsprakki hreyfingarinnar, Katie, hefur skipulagt ótal herferðir og hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi forystu. Í dag situr hún í alþjóðlegri ungmennastjórn IKEA til þess að greiða fyrir áhrifamiklum samtölum þvert á geira.

Andri Þór Guðmundsson hefur verið hjá Ölgerðinni í yfir tvo áratugi. Andri hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2002, fyrst sem framkvæmdastjóri fjármála og síðan sem forstjóri frá nóvember 2004. Áður starfaði hann við markaðsmál og fjármál hjá Almenna bókafélaginu og Lýsi hf. Andri hefur setið í ýmsum stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka.


Aldri hefur leitt Ölgerðina í gegnum sjálfbærnivegferð fyrirtækisins, en Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Meðal annars hefur Ölgerðin sett sér vísindaleg markmið um samdrátt í losun (Science Based Targets (SBTi). Ölgerðin er einnig hluti af jafnvægisvoginni og hefur markvisst verið að vinna að því að bæta menningu sem styður við jöfn tækifæri.


Andri mun deila með ráðstefnugestum hvernig það að innleiða sjálfbærni inn í kjarna rekstursins skilar raunverulegum árangri.

Gunnar er meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi, auk þess að vera hluti af norrænu stjórnendateymi félagsins. Hann býr að fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu og hefur unnið með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum á sjálfbærnivegferð þeirra.


Á Janúarráðstefnunni verður Gunnar með hugvekju sem ber heitið „Út fyrir þægindarammann – ný hugsun fyrir nýjar lausnir“ þar sem sjálfbærnivegferðin er sett í stærra samhengi. Hvernig stígum við út fyrir þægindarammann, sköpum rými fyrir nýjar hugsanir sem hugsanlega gefa af sér nýjar lausnir og tækifæri? Hvernig verðum við hluti af einhverju stærra en við sjálf? 

Þórey V. Proppé er forstjóri og stofnandi Öldu, íslensks tæknifyrirtækis sem þróar DEI (e. fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding) hugbúnað fyrir vinnustaði um allan heim. Áður stýrði hún verkefnum með slíkar áherslur hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi eins og Alþingi og Ríkislögreglunni. Þórey var einnig ráðgjafi hjá Capacent og helsti ráðgjafi innanríkisráðherra. Hún var stjórnarmaður í landsnefnd UN Women og er stofnandi og stjórnarformaður Íslandsnefndar V-Day samtakanna sem berjast gegn ofbeldi gegn konum.


Alda var á dögunum valin á lista hins alþjóðlega ráðgjafar- og greiningarfyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir í fjölbreytileika og inngildingu (e. Diversity and Inclusion.)

Andri Guðmundsson er meðstofnandi VAXA. VAXA ræktar hágæða grænmeti allt árið um kring í stýrðu umhverfi (e. Controlled Environment Agriculture) í Reykjavík. Megin hlutverk VAXA er að veita neytendum holla og hreina hágæða vöru ræktaða á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Áður starfaði Andri sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossar markaða og sá meðal annars um útgáfu fyrstu grænu og félagslegu skuldabréfanna á Íslandi.

Takk fyrir stuðninginn!

Styrktaraðilar Janúarráðstefnunnar í ár

Share by: