Líffræðileg fjölbreytni

Um langt skeið hafa þau skref sem tekin hafa verið í þágu umhverfisins á vettvangi atvinnulífsins að mestu tengst áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Þó er áhersla á verndun líffræðilegrar fjölbreytni að aukast, enda er verndun lífríkisins ein brýnasta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir.


Í október 2023 gaf Festa út vegvísir um líffræðilega fjölbreytni til þess að styðja íslenskt atvinnulíf í því að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Vegvísinn má nálgast á hlekknum hér að neðan.

Vegvísirinn

Hafa ber í huga að málaflokkurinn er bæði viðamikill og flókinn og er vegvísirinn aðeins yfirlit og samantekt á efni sem nú þegar er til. Vegvísirinn er ekki tæmandi yfirlit.


Greint er frá því hvað líffræðileg fjölbreytni er, hver staðan er á Íslandi, hvaða staðlar, lög, reglur og samningar eru til um málefnið og hvaða skref fyrirtæki geta tekið og þannig fylgt þeim alþjóðlega straumi fyrirtækja sem innleiða hnignun líffræðilegrar fjölbreytni í áhættumat rekstursins.


Sérfræðingar víða úr fræðasamfélaginu og atvinnulífinu voru fengnir til þess að taka þátt í gerð hans og kunnum við þeim þakkir fyrir.



Share by: