
31.01.2025 kl. 12:30
Straumar sjálfbærni
Janúarráðstefna Festu 2025
@ Harpa, Silfurberg
Click here for english version. Ráðstefnan verður á íslensku en nokkur erindi verða á ensku.
Þema Janúarráðstefnu Festu 2025 er virðiskeðjan - straumar sjálfbærni.
Að þessu sinni verða með okkur innlent og erlent áhrifafólk sem mun segja frá hinum ýmsu hliðum sjálfbærni í virðiskeðjunni; reglugerðum, mannréttindum, ungu fólki, gervigreind, losun, hringrás, fjármögnun og stöðugleika á alþjóðavettvangi.
Fyrir utan þessi erindin verða trúnó-pörin á sínum stað en þau eru kynnt í þessu fréttabréfi. Þar munu tveir áhugaverðir aðilar úr ólíkum áttum ræða stuttlega saman á einlægan hátt um áskoranir sem tengjast þema ráðstefnunnar.
Þá verða tvö skemmtileg myndbönd sem sýna viðtöl við ráðherra, forstjóra og ýmsa sérfræðinga þar sem húmorinn verður í fyrirrúmi.
Atvinnulíf, einstaklingar, félagasamtök, opinberar stofnanir eða sjálfbærniáhugafólk ættu að geta fengið innblástur, hugmyndir og heyrt um lausnir á þessari stærstu árlegu sjálfbærniráðstefnu á Íslandi.
Verið öll hjartanlega velkomin að vera með okkur í Hörpu 31. janúar kl. 12:30 á árshátíð sjálfbærnisamfélagsins á Íslandi.
Uppselt hefur verið á ráðstefnuna síðustu ár svo við hvetjum áhugasöm að tryggja sér miða sem fyrst.
Formleg dagskrá endar kl. 16:00 og í kjölfarið heldur DJ Sigrún Skafta uppi stuði. Endilega skálaðu með okkur í lok ráðstefnu!
Trúnó-pör

Viltu fá nýjustu fréttir um Janúarráðstefnuna?
Skráðu netfangið þitt hér að neðan.
NAFN
Takk fyrir!
Úps, eitthvað fór úrskeiðis.
Flow of
Sustainability
Festa's January Conference 2025
@ Harpa, Silfurberg
Please note that the conference will be in Icelandic, but there will be several presentations in English.
Theme of Festa's January 2025 Conference: The Value Chain - Flow of Sustainability
The complete conference program will be available before the end of 2024.
We warmly invite everyone to join us at Harpa on January 31st at 12:30 PM for the sustainability community's annual event.