
Umbreyting er ákvörðun
Janúarráðstefna Festu 2026
30.01.2026 @ Harpa, Silfurberg
English version below. Ráðstefnan verður á íslensku en nokkur erindi verða á ensku.
Janúarráðstefna Festu er stærsti árlegi sjálfbærniviðburður á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Hörpu þann 30. janúar undir yfirskriftinni "Umbreyting er ákvörðun”.
Umbreyting felur í sér ákvörðun um að trúa á framtíðina og á ráðstefnunni leiðir Festa saman áhrifafólk, sérfræðinga og skapandi hugsuði, innlenda og erlenda, sem deila raunverulegum umbreytingarsögum úr ólíkum geirum atvinnulífsins. Trúnó-pörin verða að sjálfsögðu á sínum stað þar sem við tengjum saman áhugaverða aðila úr ólíkum áttum til að ræða á einlægan hátt um þema ráðstefnunnar.
Dagskráin er að venju afar fjölbreytt og glæsileg og verður kynnt innan skamms.
Uppselt hefur verið á ráðstefnuna síðustu ár svo við hvetjum áhugasöm að tryggja sér miða sem fyrst.
Formleg dagskrá endar kl. 16:00 og í kjölfarið heldur DJ Sigrún Skafta uppi stuði. Endilega skálaðu með okkur í lok ráðstefnu!
Viltu fá nýjustu fréttir um Janúarráðstefnuna?
Skráðu þig á fréttabréfið okkar:
NAFN
Takk fyrir!
Úps, eitthvað fór úrskeiðis.
Transformation is a Decision
Festa's January Conference 2026
30.01.2026 @ Harpa, Silfurberg
Please note that the conference will be in Icelandic, but there will be several presentations in English.
Festa’s January Conference is Iceland’s largest annual sustainability event. The conference will take place in Harpa on January 30 under the theme “Transformation is a Decision.”
Transformation requires the decision to believe in the future, and at the conference, Festa brings together influential voices, experts, and creative thinkers, Icelandic and international, who will share real transformation stories from across different sectors of the economy. As always, the programme will be diverse, and more details will be announced shortly.


