Hringrásarhagkerfið
Línuleg hagkerfi og viðskiptamódel þeim tengdum eru að færast yfir í hringrásarhagkerfi.
Með hringrásarhagkerfinu hönnum við í burtu sóun og úrgang, tekið er tillit til alls líftíma vörunar og/eða þjónustunnar.
Færum okkur frá því að framleiða og veita þjónustu í línulegu módeli og færum okkur yfir í hringrás þar sem hugað er að viðgerðum, endurnýtingu, endurframleiðslu og endurvinnslu.
- Fræðslumiðstöð The Ellen Macarthur foundation stendur einna fremst í heimi þegar kemur að því að standa að rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis um hringrásarhagkerfið.
- Hvað er hringrásarhagkerfið? Hér svarar The Ellen Macarthur foundation því í máli og myndum.
Festa gegnir því hlutverki að tengja saman íslenska aðila þegar kemur að norræna hringrásarsamstarfs vettvanginum Nordic Circular Hotspot.

Á heimasíðu Nordic Circular Hotspot má nálgast upplýsingar um fjölbreytta viðburði sem samtökin standa fyrir. Vorið 2021 opnuðu samtökin fyrir rafrænan gangagrunn og tengslanet, Nordic Circular Arena, þar sem áhugasemir geta nálgast fræðslu um norræna hringrás og tengst aðilum sem eru á sömu vegferð.
Mælum hér með nokkrum örstuttum myndböndum sem útskýra hvað er átt við þegar við tölum um hringrásarhagkerfið:
Verkfærakista – innleiðing og stefnumótun
Víðtækt norrænt samstarfsverkefni, CIRCit, þróaði verkfærakistu fyrir norræn fyrirtæki til að greiða þeim leið að hringrás í rekstri. Hér má nálgast þessa verkfæra kistu en hún samanstendur af vinnubókum og stefnumótunarskjölum sem skiptast í sex ólíka þætti.
Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn
Grænni byggð hefur tekið saman áhugavert efni um hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðinn sem má nálgast hér.
Þá hefur Grænni byggð í samstarfi við Mannvirkjastofnun gefið út ítarlegan bækling um efnið og má nálgast hann hér.
Mælum með þessum handbókum og efnisveitum sem snúa að hringrásarhagkerfinu:
Í upphafi árs 2021 gaf Nordic Innovation út ítarlega handbók um innleiðingu hringrásarhagkerfisins – The Nordic Circular Economy Playbook. Handbókin er á ensku og með henni fylgja ítarlega kennslumyndbönd.
“Do you want to drive circular change for your business? This playbook and supporting tools will provide you with in-depth understanding on how to achieve circular advantage for your company and business.
The Nordic Circular Economy Playbook can be leveraged by companies that want to better meet customer expectations and deliver customer outcomes. It is for you that wants to enable outcome-oriented solutions and new levels of efficiency through technology and digitalization. It will help you improve resource utilization and mitigate risk from regulatory, investor and societal pressures.”
