18.09.2023

Great fun discussions at the Connection meeting at Klapp

Klappir invited Festa's member associations to a great fun and informative Connections Meeting this morning, September 18. Klappir took us through the history and relationship between environmental issues and companies, from the 1970s, when people were waking up and starting to think about environmental challenges. We went through a period of soft obligations on companies, followed by today's period where large, medium and small companies are faced with rock-hard requirements. Then we played at predicting and reflecting on the future, which is not a little fun with all the experts from Festa's member companies who attended today's meeting.


Frábærar umræður áttu sér stað eins og vanalega.
Þetta var einn af þessum fundum sem var hreinlega erfitt að slíta vegna góðra umræðna í þágu sjálfbærari jarðar.

Tilgangur Klappa sprettur út frá brýnni þörf fyrir stafrænum lausnum á sviði umhverfismælinga og sjálfbærniáherslur fyrirtækisins byggja á þessum grunni. Stærsti áhrifaþáttur Klappa eru þau áhrif sem lausnir þeirra hafa á árangur viðskiptavina, en viðskiptavinir þeirra hafa náð 21% meðallækkun í losun í umfangi 1 og 2 og per tekjur frá 2018. Kjarni starfseminnar er að gera notendum kleift að vinna saman í að ná árangri sem fellur undir Heimsmarkmið 17: Samvinna um markmiðin.

Varðandi sjálfbærnimál innanhús þá leggja Klappir áherslu á heilbrigt vinnuumhverfi og starfsánægju, til dæmis með því að veita starfsfólki tækifæri til að taka þátt í mótun verkefna og launaðan frídag fyrir afmælisbörn - ekki slæmt það! Hlutföll karla og kvenna meðal starfsmanna og stjórnenda eru nákvæmlega jöfn. ⚖

Næsti hittingur aðildarfélaga Festu verður 4. október, en þá ætlum við að kafa ofan í líffræðilega fjölbreytni ásamt því að gefa út nýjan vegvísi í tengslum við það á rafrænum Deiglufundi. Sjá hér.

Næsti Tengslafundur verður svo hjá Bláa lóninu 11. október og hægt er að skrá sig á hann hér, en nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Share by: