Harpa
Júlíusdóttir
Verkefnastjóri
harpa@sjalfbaer.is
Harpa gegndi hlutverki framkvæmdarstjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi áður en hún hóf störf hjá Festu haustið 2019. Sem slíkur sat hún í verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og stýrði fjölda verkefna er snúa að framgangi heimsmarkmiðanna. Hún starfaði sem verkefnastjóri á flugrekstrarsviði Icelandair um árabil, þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum tengdum rekstraráætlunum, kjarasamningum og breytingastjórnun. Hún hefur frá árinu 2021 setið sem varaformaður Umhyggju – félags langveikra barna.
Harpa er með meistaragráðu (MSc) í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með diplómu í þróunarfræðum og BA gráðu í hagfræði frá sama skóla. Hluta af BA náminu tók hún frá Lund University.
