03.02.2025 kl. 10:00
Viðburður skipulagður af Festu í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Global Compact á Íslandi og er hliðarviðburður í tengslum við Janúarráðstefnu Festu.
Viðburðurinn er opinn öllum og er haldinn í viðburðarsal Arion banka í Borgartúni,
3. febrúar kl. 10:00 - 12:00.
Boðið verður upp á léttar veitingar frá 9:30. Skráning er nauðsynleg.
Virðiskeðjur nútíma fyrirtækja hafa snertifleti við ótal einstaklinga um allan heim. Við vitum að víða er pottur brotinn og arðsöm framleiðsla byggir oft á bágum mannréttindum eða jafnvel barnaþrælkun.
Það er því mikil vinna framundan við að tryggja að í innlendum sem alþjóðlegum virðiskeðjum viðgangist ekki brot á eðlilegum réttindum heldur þvert á móti sé unnið að því að bæta aðstæður og tækifæri starfsfólks.
Á viðburðinum fáum við að heyra frá sérfræðingum. fyrirtækjum og ungmennum sem öll hafa ólíka innsýn á stöðu mannréttinda í virðiskeðjum. Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki til að kynna sér Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins.
Dagskrá
Fundarstjóri verður Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálstofnunar Háskóla Íslands
Arion banki er styrktaraðili viðburðarins.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is