18. 09 2023 - 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – Klapp­ir

@Hlíðarsmári 3

Klappir taka á móti aðildarfélögum Festu á Tengslafundi félagsins


Tækifæri til að heyra hvernig reynsluboltar sem hafa starfað í áratug í sjálfbærnmálum tækla áskoranir í tengslum við sjálfbærnivegferðina.


Klappir þróa hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki, fjárfesta og opinbera aðila sem gerir gerir þeim kleift að safna, halda utan um og miðla upplýsingum tengdum sjálfbærni til þess að mæta síauknum kröfum laga og samfélagsins í heild.


Á tengslafundinum mun Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Klappa kynna starfsemi fyrirtækis og þá sjálfbærnivegferð sem hefur einkennt sögu þess fram til þessa. Þorsteinn Svanur Jónsson fer yfir lagaumhverfi sjálfbærni- upplýsingagjafar á Íslandi í dag, þær breytingar sem má vænta á næstunni og þær áskoranir sem ný löggjöf frá ESB hefur í för með sér og vernig hugbúnaður Klappa mun mæta þeim. Þá mun Kristinn Logi Auðunsson fara yfir helstu sjálfbærnivísa fyrirtækisins.

Klappir hafa þróað hugbúnaðarlausnir með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi í um áratug. Hugbúnaðarlausnir Klappa og þjónustuframboð sem viðskiptavinum býðst eru í stöðugri þróun. Klappir leggja áherslu á stöðuga og skýra gagnaöflun, gagnastjórnun og gagnsæi sjálfbærniupplýsinga. Klappir hafa gert viðskiptavinum kleift að vinna með birgjum í stafrænu vistkerfi sem auðveldar þeim að miðla og deila sjálfbærnigögnum sín á milli.


Markmið Klappa er að skapa langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini, starfsfólk, hluthafa, samstarfsaðila og samfélagið í heild. Við höfum alltaf lagt ríka áherslu á samþættingu á umhverfi, félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS) við efnahagsleg sjónarmið í eigin starfsemi, vörum og þjónustu.


● Fundurinn fer fram á skrifstofum Klappa, Hlíðasmára 3, 201 Kópavogi, mánudaginn 18. september kl. 8:30-10:00
● Boðið verður upp á léttar veitingar.


  • Tengslafundir Festu eru eingöngu opnir aðildarfélögum
Share by: