06.11.2024

Smekkfullur Tengslafundur hjá Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun bauð aðildarfélögum Festu á sjötta Tengslafund Festu á árinu. Umhverfisstofnun hefur verið aðildarfélag Festu síðan 2020 og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Festa og Umhverfisstofnun slá upp viðburði saman, en í tengslum við Loftslagsdag stofnunarinnar fyrr á þessu ári héldu Festa og Umhverfisstofnun viðburð með sérfræðingnum Daniel Montalvo þar sem hann fræddu um það sem kallast aftenging hagvaxtar frá umhverfisáhrifum og losun gróðurhúsalofttegunda og dró fram dæmi þar sem það hefur tekist.


Á Tengslafundum fengum við fræðslu um losun og markmið um losun Íslands, TikTok ævintýri stofnunarinnar, hringrásarhagkerfið, grænþvottur, Svaninn og Græn skref og margt fleira.


Umhverfisstofnun er stofnunin sem brúar náttúruna við samfélagið, fyrirtækin og allt hitt og því kom góð aðsókn á fundinn ekki á óvart.


 “All we have to decide is what to do with the time that is given us.” Kristinn Hilmarsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála kynnti fyrir okkur losun og markmið Íslands og vísaði í töframanninn Gandalf sem hugreysti Fróða með þessum orðum þegar hann var við það að missa móðinn og óskaði sér að hringurinn hefði ekki komið til hans. Skemmtileg samlíking við lofslagsáskorunina!

Share by: