06.09.23

Níu forstjórar leggja drög að kraftmiklu verkefni


Í dag funduðu stjórnendur Festu og Marel með forstjórum þeirra fyrirtækja hérlendis sem hafa skuldbundið sig að aðlaga kolefnisfótspor sitt að Parísarsáttmálanum með því að setja sér markmið um samdrátt í losun samkvæmt Science Based Targets initiative.

Markmið fundarins var að leggja drög að kraftmiklu verkefni á vettvangi Festu, í samstarfi við Marel og íslensk stjórnvöld, sem miðar að mikilvægi leiðtoga á þessu sviði, markvissri fræðslu til aðildarfélaga Festu og upplýsingagjöf hvað varðar árangur af innleiðingu vísindalegra markmiða og aðgerða þeim tengdum.
 
„Verkefnið hefur burði til að marka tímamót í áhrifamiklum aðgerðum á sviði loftslagmála í íslensku atvinnulífi. Drífandi hlutverk einstaka leikenda skiptir nefnilega sköpum, sérstaklega þegar þau hafa mikil áhrif í viðskiptalífinu og stíga fram af áræðni og krafti til að drífa atvinnulífið með sér. Þetta er einstakur hópur sérfræðinga og forstjóra og ég ber miklar væntingar til verkefnisins.“ sagði Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, í kjölfar fundsins.

Á myndinni, ásamt Festu, eru forstjórarnir eða staðgenglar þeirra í þessari röð: Elva Rakel Jónsdóttir, verðandi framkvæmdastjóri Festu, Tómas N. Möller, formaður Festu, Hrund Gunnsteinsdottir, framkvæmdastjóri Festu, Hólmfríður Sigurðardóttir, f.h. Sævars Freyrs Þráinssonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Margrét Lára Friðriksdóttir, f.h. Sveinn Sölvason, forstjóra Össur, Ægir Þórisson, forstjóri Advania, Ella Björnsdóttir, f.h. Gísla Herjólfssonar, forstjóra Controlant, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Deloitte og Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Share by: