Elva Rakel Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri

Áður en Elva Rakel hóf störf fyrir Festu starfaði hún sem sviðsstjóri loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Meðal verkefna sem sviðið sinnti var samantekt á Losunarbókhaldi Íslands vegna gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna ásamt gerð spár um mögulegan samdrátt næstu árin. Sviðið hélt einnig utan um úrgangstölfræði Íslands, vann að úrgangsforvörnum og hélt úti verkefninu Græn skref. Elva var jafnframt framkvæmdastjóri norræna umhverfismerkisins Svansins á Íslandi um árabil. 


Elva er með meistaragráðu í umhverfis- og sjálfbærnifræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og BA gráðu í mannfræði hjá Háskóla Íslands. 


elva@sjalfbaer.is

vCard
Share by: