Rakel Eva
Sæv­ars­dótt­ir

Meðstjórnandi

Stofnandi Trail - sjálfbærniráðgjafar

Rakel Eva Sævarsdóttir er stofnandi Trail sjálfbærniráðgjafar.


Áður starfaði Rakel sem Sustainability Director Globally hjá Aspiration og þar áður sem forstöðukona sjálfbærnimála hjá PLAY flugfélagi þar sem hún bar ábyrgð á uppbyggingu og innleiðingu sjálfbærnimála hjá félaginu. Þar á undan starfaði Rakel hjá Marel sem sjálfbærnisérfræðingur og Deloitte á Íslandi þar sem hún hafði frumkvæði að setja af stað nýja þjónustulínu á sviði sjálfbærnimála.


Rakel situr einnig í stjórn Alor, nýsköpunarfyrirtækis sem vinnur að því að setja á markað sjálfbærar ál-rafhlöður sem spila munu lykilhlutverk í orkuskiptunum. Rakel hefur unnið sjálfboðavinnu á sviði lýðheilsu síðastliðin 7 ár og að auki var hún ein af stofnendum Fortuna Invest.


Rakel er með BS. próf í Hagfræði og M.sc í Nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands.


Rakel kom inn í stjórn Festu á aðalfundi félagsins 2022.


Linkedin

Share by: