Samskiptastjóri
steinunn@sjalfbaer.is
Steinunn býr yfir víðtækri alþjóðlegri reynslu á sviði samskipta, málsvarastarfs og stefnumótunar hjá frjálsum félagasamtökum. Hún starfaði áður sem kynningarstjóri hjá UNICEF á Íslandi og hefur auk þess unnið fyrir UNICEF í Kenía, alþjóðleg barnaverndarsamtök í Kambódíu, Tælandi og Laos og fyrir fjölmiðla á Íslandi. Hún er með BA-gráðu í heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í þróunarfræðum frá University College Dublin og viðbótardiplóma í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands.
Hjá Festu mun Steinunn leiða miðlun og ásýnd samtakanna út á við og sinna samskiptum við aðildarfélög, fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila.


