16.01.2025 - 08:30-10:00
Tengslafundur Festu – Brim
Brim hf býður aðildarfélögum Festu á Tengslafund í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Norðurgarði 1, þann 16. janúar, kl 8:30-10:00.
Á fundinum verður farið yfir stefnu Brims tengt sjálfbærni og hvaða praktísku áskoranir fylgja því að vinna verðmæti úr auðlindum sjávar í sátt við umhverfið og í þágu samfélagsins. Að erindum loknum verður boðið upp á spurningar úr sal og umræður.
Dagskrá
- Opnun fundar
- Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
- Fjármögnun Brims í samhengi við upplýsingagjöf tengt sjálfbærri þróun
- Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri
- CSRD upplýsingagjöf og úttektaraðilar
- Friðrik Friðriksson, lögmaður
- Mannauður og nærsamfélög – Hvað höfum gert og hverjar eru áskoranirnar?
- Pálmi Hafþór Ingólfsson, verkefnastjóri fræðslu og heilbrigðis
- Aðgerðir, uppgjör og arðsemi – höfum við orku til að gera allt?
- Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála
- Athugið að tengslafundir eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög Festu.
- Tengslafundir hafa verið hluti af starfi Festu í fjölda ára. Á Tengslafundi býður eitt aðildarfélag í einu hinum aðildarfélögum í heimsókn þar sem gestgjafinn deilir sinni þekkingu, reynslu og áskorunum þegar kemur að sjálfbærum rekstri. Á Tengslafundunum skapast ávallt áhugaverðar umræður og út frá þessum vettvangi myndast verðmæt sambönd.