26.10.2024

Össur hf. hlaut verðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni 2023

Össur hf. hlaut hvatningarverðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni árið 2023, en Creditinfo og Festa standa að baki verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2023.


Í dómefnd sátu Erla Tryggvadóttir samskiptastjóri VÍS, Þórólfur Nielsen, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir forseti samfélagssviðs hjá Háskólanum í Reykjavík og Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra Umhverfissinna. Þórólfur og Bryndís sitja einnig í stjórn Festu.


Í fararbrotti í sjálfbærni um árabil

Í umsögn dómnefndar kemur fram að Össur, sem hefur verið aðildarfélag Festu síðan 2014, hafi um árabil látið sig sjálbærni varða og er í fararbroddi, hvort sem litið er til umhverfismála, samfélagsmála eða stjórnarhátta.


Í rökstuðningi dómnefndar kemur einnig fram að „utanumhald og skipulag sjálfbærnivinnu fyrirtækisins sé í föstum skorðum. Innan fyrirtækisins starfar sérstakur stýrihópur um sjálfbærni sem leiddur er af framkvæmdastjóra mannauðs, stefnu og sjálfbærni. Stýrihópurinn heyrir beint undir framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Einingin hefur með höndum að móta og fylgja eftir sjálfbærniáherslum fyrirtækisins og ber ábyrgð á því að viðhalda og sækja aukna þekkingu á alþjóðlegum stefnum og straumum er varða þennan málaflokk sem er í sífelldri þróun. Nálgun fyrirtækisins á sjálfbærni hefur breiða skírskotun og fyrirtækið hefur fundið gott jafnvægi þegar kemur að áherslum og aðgerðum innan ólíkra vídda sjálfbærninnar.“

Gætt að öllum stoðum sjálfbærninnar

Dómnefndin minnist einnig á að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti, jöfn kjör og fjölbreytileika. „Fyrirtækið hefur náð árangri á þessu sviði og vinnur skipulega að því að gera sífellt betur. Hjá fyrirtækinu starfa því sem næst jafnmargar konur og karlar, 38% stjórnenda eru konur, 43% framkvæmdastjóra og hlutföll kvenna í framkvæmdastjórn er 38%.“


Össur er einnig einn af stofnmeðlimum verkefnisins Römpum upp Ísland sem miðar að því að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjó þjónustu, verslunum og veitingahúsum með því að reisa rampa að byggingum. Í dag hafa verið hátt í þúsund rampar reistir.


Aðili af Science Based Targets

Össur er með metnaðarfull loftslagsmarkmið. Árið 2022 staðfesti fyrirtækið þátttöku í Science Based Targets initiative, sem er samstarf alþjóðlega aðila um vísindaleg markmið um samdrátti í losun.


Í september samþykkti forstjóri Össurar að taka þátt í forstjóramiðuðu verkefni sem Festa er að setja á lagnirnar með Marel. Í verkefninu taka þátt þeir forstjórar íslenskra fyrirtækja sem hafa skuldbundið sig að aðlaga kolefnisfótspor sitt að Parísarsáttmálanum með því að setja sér markmið um samdrátt í losun samkvæmt Science Based Targets. Í gegnum tíðina hafa Össur og Festa unnið saman að fleiri sjálfbærnimiðuðum verkefnum, til dæmis að fellowship verkefninu Aðildi.


Festa óskar fólkinu hjá Össuri hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur í sjálfbærni.

Share by: