Festa leitar að samskiptaleiðtoga

6. ágúst 2025

Vertu rödd sjálfbærni á Íslandi

Festa – miðstöð um sjálfbærni leitar að drífandi og hugmyndaríkum einstakling til að leiða samskipti og ásýnd samtakanna út á við. Við erum frjáls félagasamtök sem hraða umbreytingu íslensks atvinnulífs í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbærni. Nú vantar okkur kraftmikinn samskiptaleiðtoga sem vill hafa áhrif á framtíð samfélagsins og stuðla að markmiðum Festu með öflugri miðlun og áhrifaríkum samskiptum.

Í þessu mikilvæga hlutverki mun viðkomandi vinna þétt með framkvæmdastjóra og teymi Festu að mótun og framkvæmd skýrrar stefnu í miðlun, markaðssetningu og upplýsingagjöf. Við leitum að einstaklingi með sterka sýn á hvernig samskipti geta skapað raunveruleg áhrif.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móta og tryggja að miðlun Festu endurspegli stefnu og framtíðarsýn samtakanna.
  • Viðhalda og efla tengsl við fjölmiðla, samstarfsaðila og aðildarfélög Festu.
  • Stýra nokkrum af kjarnaverkefnum Festu.
  • Hafa umsjón með samfélagsmiðlum, vefsíðu, fréttabréfum og öðrum miðlum samtakanna.
  • Framleiða markviss og áhrifarík skilaboð í orði og mynd.
  • Skipuleggja og styðja við viðburði, ráðstefnur og útgáfur.
  • Nýta gögn og mælingar til að hámarka áhrif miðlunar.
  • Ritstýra ársskýrslu og öðru efni sem Festa gefur út.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í samskiptum, miðlun eða markaðsstarfi.
  • Þekking og reynsla af miðlun, almannatengslum og/eða markaðssetningu.
  • Framúrskarandi færni í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.
  • Leikni í stafrænum miðlunartólum (t.d. Meta Business Suite, Canva, Mailchimp) er mikill kostur.
  • Góð almenn stafræn hæfni og tæknilæsi.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og stýra verkefnum af fagmennsku.
  • Sköpunargleði og hæfni til að móta áhrifarík skilaboð.
  • Þekking eða áhugi á sjálfbærni.

Festa býður:

  • Áhugavert og fjölbreytt starf í skemmtilegu umhverfi með tækifæri til að vinna með sérfræðingum úr ólíkum geirum samfélagsins.
  • Lítið og samhent teymi sem vinnur að raunverulegum samfélagslegum áhrifum.
  • Sveigjanlegan vinnutíma og möguleika á fjarvinnu eftir samkomulagi – við treystum fólki til að finna jafnvægi.
  • Tækifæri til að vaxa bæði faglega og persónulega í hvetjandi starfsumhverfi.

Festa er lifandi og metnaðarfullur vettvangur þar sem hægt er að leiða verkefni og skapa sýnilegan árangur. Við erum ekki rekin í hagnaðarskyni, og aðild að Festu eiga um 200 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Samfélag Festu er einstakt tengslanet leiðandi aðila á sviði sjálfbærs reksturs og nýsköpunar. Framtíðarsýn Festu er að íslenskt samfélag og atvinnulíf verði leiðandi á sviði sjálfbærni.

Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.

📅 Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2025.

📍 Skrifstofa Festu er staðsett í Háskóla Reykjavíkur.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og hnitmiðað kynningarbréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu.

Umsjón með ráðningarferlinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.


New Button
8. apríl 2025
Forstjórar í verkefninu Loftslagsleiðtogar hittust í þriðja sinn föstudaginn 4. apríl. Í þetta sinn var rætt um kolefnismarkaði og -einingar, ásamt því stóra verkefni atvinnulífs og stjórnvalda að draga úr losun svo Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar, en Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 29% fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Á fundinum fórum við yfir ýmis tæknileg atriði með sérfræðingum, í þetta sinn þeim Rafni Helgasyni frá atvinnuvegaráðuneytinu, Helgu Barðadóttur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, Rakel Evu Sævarsdóttur frá Trail Sustainability og Guðmundi Sigurbergssyni frá International Carbon Registry. Verkefnið, sem dregur innblástur frá svipuðum verkefnum víðsvegar um heiminn (Climate CEOs), leiðir saman forstjóra frá aðildarfélögum Festu til að bæði vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og hvetja stjórnvöld og önnur fyrirtæki til aðgerða. Í september 2023 skrifuðu níu forstjórar eða staðgenglar þeirra undir stefnuyfirlýsingu verkefnisins og á árinu 2024 var unnið að því að stækka hóp loftslagsleiðtoganna og skerpa á markmiðum þeirra. Alls eru 17 forstjórar í verkefninu í dag. Það vantar ekki kraftinn frá íslensku atvinnulífi þegar kemur að vilja og metnaði í loftslagsmálum - þessu gríðarlega mikilvæga verkefni sem þarfnast samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda ásamt stuðningi frá samfélaginu og fjárfestum.
28. mars 2025
Ný stjórn og ársskýrsla
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 27. mars 2025
Fréttabréf Festu í febrúar
7. mars 2025
Allt um Janúarráðstefnuna
Eftir Sahara Web 12. nóvember 2023
Lesa n ánar hér: https://www.sjalfbaer.is/malthing-stjornir