Nýr samskiptastjóri Festu

Festa Miðstöð um sjálfbærni • 6. nóvember 2025

Steinunn Jakobsdóttir ráðin samskiptastjóri Festu


Festa – miðstöð um sjálfbærni hefur ráðið Steinunni Jakobsdóttur sem nýjan samskiptastjóra félagsins. Steinunn kemur til Festu frá UNICEF á Íslandi þar sem hún starfaði síðustu tíu ár, fyrst sem fjáröflunarstjóri og síðar sem kynningarstjóri. Hjá Festu mun Steinunn leiða miðlun og ásýnd samtakanna út á við og sinna samskiptum við aðildarfélög, fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila.

 

Steinunn býr yfir víðtækri alþjóðlegri reynslu á sviði samskipta, málsvarastarfs og stefnumótunar. Auk starfsins hjá UNICEF á Íslandi hefur hún unnið fyrir UNICEF í Kenía, alþjóðleg barnaverndarsamtök í Kambódíu, Tælandi og Laos og fyrir fjölmiðla á Íslandi. Hún er með BA-gráðu í heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í þróunarfræðum frá University College Dublin og viðbótardiplóma í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands.

 

„Ég er mjög spennt fyrir nýju starfi hjá Festu. Sjálfbærni og loftslagsmál eru málefni sem snerta okkur öll og það er mér því dýrmætt að fá að vinna með öflugu teymi Festu og öllum ólíku aðildarfélögunum að jákvæðum breytingum fyrir samfélagið í dag og kynslóðir framtíðarinnar,“ segir Steinunn.

 

Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu segir: "Það er mikill akkur fyrir Festu að fá Steinunni til liðs við okkur með sína umfangsmiklu reynslu og verðmætu hæfni. Við hlökkum mikið til að þróa ásýnd og miðlun Festu áfram með henni."





Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 16. október 2025
Gagnvirk vinnustofa Festu með EN-ROADS loftslagslíkaninu
6. ágúst 2025
Vertu rödd sjálfbærni á Íslandi
8. apríl 2025
Forstjórar í verkefninu Loftslagsleiðtogar hittust í þriðja sinn föstudaginn 4. apríl. Í þetta sinn var rætt um kolefnismarkaði og -einingar, ásamt því stóra verkefni atvinnulífs og stjórnvalda að draga úr losun svo Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar, en Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 29% fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Á fundinum fórum við yfir ýmis tæknileg atriði með sérfræðingum, í þetta sinn þeim Rafni Helgasyni frá atvinnuvegaráðuneytinu, Helgu Barðadóttur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, Rakel Evu Sævarsdóttur frá Trail Sustainability og Guðmundi Sigurbergssyni frá International Carbon Registry. Verkefnið, sem dregur innblástur frá svipuðum verkefnum víðsvegar um heiminn (Climate CEOs), leiðir saman forstjóra frá aðildarfélögum Festu til að bæði vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og hvetja stjórnvöld og önnur fyrirtæki til aðgerða. Í september 2023 skrifuðu níu forstjórar eða staðgenglar þeirra undir stefnuyfirlýsingu verkefnisins og á árinu 2024 var unnið að því að stækka hóp loftslagsleiðtoganna og skerpa á markmiðum þeirra. Alls eru 17 forstjórar í verkefninu í dag. Það vantar ekki kraftinn frá íslensku atvinnulífi þegar kemur að vilja og metnaði í loftslagsmálum - þessu gríðarlega mikilvæga verkefni sem þarfnast samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda ásamt stuðningi frá samfélaginu og fjárfestum.
28. mars 2025
Ný stjórn og ársskýrsla
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 27. mars 2025
Fréttabréf Festu í febrúar
7. mars 2025
Allt um Janúarráðstefnuna
Eftir Sahara Web 12. nóvember 2023
Lesa n ánar hér: https://www.sjalfbaer.is/malthing-stjornir