Umsóknir óskast í nýtt Ungmennaráð Festu

Festa Miðstöð um sjálfbærni • 24. nóvember 2025

Við leitum að áhugasömu ungu fólki á aldrinum

18 - 28 ára sem starfar hjá aðildarfélögum Festu.

Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í mótun sjálfbærrar framtíðar og mikilvægt að raddir þeirra fái að heyrast, í samfélagsumræðu og í atvinnulífinu. Til að styrkja þátttöku ungs fólks er Festa - miðstöð um sjálfbærni, að setja á laggirnar nýtt Ungmennaráð Festu. Við óskum eftir umsóknum frá áhugasömu starfsfólki aðildarfélaga Festu á aldrinum 18–28 ára sem hefur áhuga á að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbærni í samfélaginu. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025.


Hlutverk Ungmennaráðs Festu


Ungmennaráð Festu mun gegna mikilvægu hlutverki við að færa nýja sýn, ferska hugsun og rödd ungs fólks inn í starf Festu. Helstu verkefni þess verða:


  • Áheyrnarfulltrúi í stjórn Festu: Einn fulltrúi ráðsins situr mánaðarlega stjórnarfundi Festu.
  • Rýnihópur fyrir viðburði Festu: Ráðið veitir innsýn og umsagnir um efnistök, miðlun og þróun nýrra viðburða.
  • Samráð um samfélagsmiðlanotkun Festu: Ungmennaráðið gefur ráðleggingar um efni og framsetningu sem höfðar til yngri kynslóða.
  • Þátttaka í viðburðum Festu: Fulltrúar ráðsins taka þátt í viðburðum eftir hentugleika, meðal annars með erindi á Janúarráðstefnu Festu, og fá stuðning til að skipuleggja eigin viðburði. 



Hvernig fer ferlið fram?


Við biðjum um:


  • Stutta lýsingu á umsækjanda (aldur, menntun og hlutverk innan fyrirtækis)
  • Örstutta greinargerð um áhuga viðkomandi á þátttöku í Ungmennaráði Festu.
  • Senda tilnefninguna á festa@sjalfbaer.is fyrir 15. desember. 


Úr innsendum tilnefningum veljum við 6 fulltrúa í ráðið. Sæti í ráðinu er til tveggja ára.


Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 18. nóvember 2025
Málþing Festu fyrir stjórnir og framkvæmdastjórnir Það var frábær mæting á annað málþing Festu fyrir stjórnir og framkvæmdastjórnir aðildarfélaga sem fór fram á Grand Hótel á föstudag undir yfirskriftinni „Ábyrgð og hlutverk stjórna í sviptivindum samtímans”. Málþingið leiddi saman stjórnarfólk úr fjölbreyttum atvinnugreinum þar sem við ræddum þær áhættur og tækifæri sem munu móta starfsemi stjórna á næstu árum þegar geopólitísk óvissa, loftslagsbreytingar, hröð tækniþróun og samfélagslegar áskoranir móta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Í erindum og pallborðsumræðum kom skýrt fram að sjálfbærni er kjarni stefnumótunar fyrirtækja og að öflug áhættustýring og ákvarðanataka krefst bæði ímyndunarafls og aðlögunarhæfni.
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 6. nóvember 2025
Steinunn Jakobsdóttir ráðin samskiptastjóri Festu
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 16. október 2025
Gagnvirk vinnustofa Festu með EN-ROADS loftslagslíkaninu
6. ágúst 2025
Vertu rödd sjálfbærni á Íslandi
8. apríl 2025
Forstjórar í verkefninu Loftslagsleiðtogar hittust í þriðja sinn föstudaginn 4. apríl. Í þetta sinn var rætt um kolefnismarkaði og -einingar, ásamt því stóra verkefni atvinnulífs og stjórnvalda að draga úr losun svo Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar, en Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 29% fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Á fundinum fórum við yfir ýmis tæknileg atriði með sérfræðingum, í þetta sinn þeim Rafni Helgasyni frá atvinnuvegaráðuneytinu, Helgu Barðadóttur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, Rakel Evu Sævarsdóttur frá Trail Sustainability og Guðmundi Sigurbergssyni frá International Carbon Registry. Verkefnið, sem dregur innblástur frá svipuðum verkefnum víðsvegar um heiminn (Climate CEOs), leiðir saman forstjóra frá aðildarfélögum Festu til að bæði vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og hvetja stjórnvöld og önnur fyrirtæki til aðgerða. Í september 2023 skrifuðu níu forstjórar eða staðgenglar þeirra undir stefnuyfirlýsingu verkefnisins og á árinu 2024 var unnið að því að stækka hóp loftslagsleiðtoganna og skerpa á markmiðum þeirra. Alls eru 17 forstjórar í verkefninu í dag. Það vantar ekki kraftinn frá íslensku atvinnulífi þegar kemur að vilja og metnaði í loftslagsmálum - þessu gríðarlega mikilvæga verkefni sem þarfnast samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda ásamt stuðningi frá samfélaginu og fjárfestum.
28. mars 2025
Ný stjórn og ársskýrsla
Eftir Festa Miðstöð um sjálfbærni 27. mars 2025
Fréttabréf Festu í febrúar
7. mars 2025
Allt um Janúarráðstefnuna
Eftir Sahara Web 12. nóvember 2023
Lesa n ánar hér: https://www.sjalfbaer.is/malthing-stjornir