Umsóknir óskast í nýtt Ungmennaráð Festu
Við leitum að áhugasömu ungu fólki á aldrinum
18 - 28 ára sem starfar hjá aðildarfélögum Festu.
Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í mótun sjálfbærrar framtíðar og mikilvægt að raddir þeirra fái að heyrast, í samfélagsumræðu og í atvinnulífinu. Til að styrkja þátttöku ungs fólks er Festa - miðstöð um sjálfbærni, að setja á laggirnar nýtt Ungmennaráð Festu. Við óskum eftir umsóknum frá áhugasömu starfsfólki aðildarfélaga Festu á aldrinum 18–28 ára sem hefur áhuga á að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbærni í samfélaginu. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025.
Hlutverk Ungmennaráðs Festu
- Áheyrnarfulltrúi í stjórn Festu: Einn fulltrúi ráðsins situr mánaðarlega stjórnarfundi Festu.
- Rýnihópur fyrir viðburði Festu: Ráðið veitir innsýn og umsagnir um efnistök, miðlun og þróun nýrra viðburða.
- Samráð um samfélagsmiðlanotkun Festu: Ungmennaráðið gefur ráðleggingar um efni og framsetningu sem höfðar til yngri kynslóða.
- Þátttaka í viðburðum Festu: Fulltrúar ráðsins taka þátt í viðburðum eftir hentugleika, meðal annars með erindi á Janúarráðstefnu Festu, og fá stuðning til að skipuleggja eigin viðburði.
Hvernig fer ferlið fram?
Við biðjum um:
- Stutta lýsingu á umsækjanda (aldur, menntun og hlutverk innan fyrirtækis)
- Örstutta greinargerð um áhuga viðkomandi á þátttöku í Ungmennaráði Festu.
- Senda tilnefninguna á festa@sjalfbaer.is fyrir 15. desember.
Úr innsendum tilnefningum veljum við 6 fulltrúa í ráðið. Sæti í ráðinu er til tveggja ára.











