GRI - alþjóðlegir staðlar

GRI - alþjóðlegir staðlar

GRI eru al­þjóð­lega við­ur­kennd­ir staðl­ar um miðl­un upp­lýs­inga um sam­fé­lags­lega ábyrgð og eru not­að­ir í yf­ir 100 lönd­um. 80% af 250 stærstu fyr­ir­tækj­um heims nota GRI og vinn­ings­haf­ar Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins á Ís­landi 2018 og 2019 byggðu skýrsl­ur sín­ar á GRI.


GRI eru al­mennt tald­ir víð­tæk­ustu og ná­kvæm­ustu staðl­arn­ir til að halda ut­an um efna­hags­leg, um­hverf­is­leg og fé­lags­leg áhrif fyr­ir­tækja og stofn­ana.


Þau sem ekki hafa tök á að leggja í útgáfu á skýrslu sem fylgir öllum skilyrðum GRI staðla geta farið þá leið að gefa út skýrslu sem tekur mið af stöðlunum, e. with the reference to the GRI standards. Nánar um hvað felst í því má nálgast hér.


Hér fyrir neðan má nálgast íslenska þýðingu á stöðlunum. Þýðingin er unnin af Staðlaráði Íslands í samráði við Festu. ISAVIA, eitt af aðildarfélögum Festu, fjármagnaði uppfærða þýðingu (2020) ásamt því að leggja til ómetanlega aðstoð sérfræðinga sinna við yfirlestur og uppsetningu.



GRI staðlar - íslensk þýðing (excel) GRI staðlar - íslensk þýðing (pdf)