Atvinnulífið og fólk með skerta starfsgetu
Atvinnulífið og fólk með skerta starfsgetu
Fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér ýmsar leiðir til að styðja við atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu. Hér er mikilvægt að líta bæði til þess að móta störf sem henta einstaklingum með skerta starfsgetu og að bjóða upp á fjölbreytt hlutastörf.
Ákvæði í lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar tóku gildi 13. júlí 2022 og banna m.a. mismunun á grundvelli fötlunar í tengslum við vörukaup og þjónustu og auglýsingar.
Ófullnægjandi viðeigandi aðlögun gagnvart fötluðu fólki er líka ólögleg mismunun samkvæmt lögunum.
Hér liggja tækifæri í að efla menningu og fjölbreytni á vinnustað og þannig efla samfélagið sem heild.
Nokkrar leiðir sem líta má til:
- Virk – starfsendurhæfingarsjóður – starfsendurhæfing býður upp á fjölbreytt aðstoð þegar kemur að því að ráða til sín einstaklinga með skerta starfsgetu. Virk styður við öll þau sem falla út af vinnumarkaði tímabundið þegar kemur að því að koma aftur til starfa.
- Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit – Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga inn á vinnumarkaðinn. Hér má nálgast nánari upplýsingar Horft til framtíðar: IPS – Individual placement and support | VIRK Starfsendurhæfingarsjóður. Tengiliður við IPS hjá Virk er Anna Lóa Ólafsdóttir, annaloa@virk.is.
- Styrktarfélagið Ás hefur nývarið farið af stað með verkefnið Project Search sem miðar að því að greiða leið ungs fatlaðs fólks inná vinnumarkað. Þarna er áhersla á starfnám þar sem ungur einstaklingur kemur inní fyrirtæki sem starfsnemi í 9 mánaða tímabil og tekur þar sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi í framhaldsskóla.
- Nánar um upphaf verkefnins hér á landi – hlekkur: Ás styrktarfélag (styrktarfelag.is)
- Nánar um Project Search, en verkefnið á uppruna sinní Bandaríkjunum: hlekkur: Home – Project SEARCH
- Tengiliður við verkefnið: Valgerður Unnarsdóttir, valgerdur@styrktarfelagid.is
- Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið eru öflug hagsmunasamtök sem búa yfir mikill þekkingu um málefnið og bjóða fram aðstoð til fyrirtækja.
- Vinnumálastofnun tekur sérstaklega á móti einstaklingum með skerta starfsgetu og styðja þau við að finna störf við hæfi. Fyrirtæki og stofnanir geta því merkt þau störf sem þau auglýsa sérstaklega hjá þeim.
- Tengiliður við málaflokkinn: Laufey Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Ráðgjafar og vinnumiðlunarsvið Vinnumálastofnunar
- Alfreð. Þar mun verða hægt að setja sérstaklega inn störf fyrir einstaklinga með skerta starfgetu sem þá verða merkt flokkunum “Allir með”.