Loftslagsmælir og handbók Festu
Loftslagsmælir og handbók Festu
Loftslagsmælir Festu er þér að kostnaðarlausu. Hann var hannaður og uppfærður af fyrirtækjum og Reykjavikurborg og er í samræmi við alþjóðlega og innlenda staðla.
Fræðsluefni um loftslagsaðgerðir – framleitt af Festu fyrir styrk frá Loftslagssjóði
Kennslumyndband þar sem Sævar Helgi Bragason leiðir þig skref fyrir skref í gegnum notkun á Loftslagsmæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kolefnisspor og hvar nálgast þú þau?
Af hverju er mikilvægt að draga úr og mæla kolefnisspor frá rekstri og hvar byrjum við? Fræðslumyndband þar sem Festa fékk til liðs við sig sérfræðinga frá fimm ólíkum aðildarfélögum sínum sem lýsa í örfáum orðum sinni vegferð þegar kemur að því að setja sér stefnu í loftslagsmálum og mæla kolefnisspor frá rekstri.
Handbók fyrir smærri fyrirtæki – Stefnumótun í loftslagsmálum og mælingar á kolefnisspori. Hvar byrjar þú þína vegferð og hvernig tryggir þú að aðgerðir séu markvissar og skili árangri. Hnitmiðuð handbók sem er afar einföld í notkun.
Öll gögn fræðslupakkans og aðgangur að Loftslagsmæli Festu eru opin öllum og án endurgjalds.