Viðskipti og mannréttindi, leiðarvísir
Viðskipti og mannréttindi, leiðarvísir. Business and Human rights Navigator
United Nations Global Compact hefur sett saman stafræna fræðslu og leiðarvísi fyrir fyrirtæki: the Business & Human Rights Navigator til þess að aðstoða fyrirtæki við að átta sig betur á áhrifum sem þeirra starfsemi getur haft á mannréttindi og virðiskeðjur.
Efnið er einfalt í framsetningu og veitir fyrirtækjum skýrar sérfræðileiðbeiningar, áhættugreiningar eftir atvinnuvegum, ítarlegar greiningar á helstu mannréttindamálum, leiðbeiningar varðandi áreiðanleikakannanir, skilgreiningar á hugtökum og gagnlegar sögur frá fyrirtækjum sem hafa tekið á mannréttindamálum á ábyrgan hátt.
